sample.latin1 987 B

12345678910111213141516171819
  1. % -*- mode: TeX; coding: latin-1; -*-
  2. % From http://www.unicode.org/standard/translations/icelandic.html
  3. Tölvur geta í eðli sínu aðeins unnið með tölur. Þær geyma bókstafi og
  4. önnur skriftákn með því að úthluta þeim tölu. Áður en Unicode kom til
  5. voru hundruð mismunandi túlkunarkerfa sem úthlutuðu þessum
  6. tölum. Ekkert eitt túlkunarkerfi gat innihaldið nægilegan fjölda
  7. skriftákna; t.d. þarfnast Evrópusambandið nokkurra mismunandi kerfa
  8. til að spanna öll tungumál þess. Jafnvel fyrir eitt tungumál, eins og
  9. ensku, var eitt túlkunarkerfi ekki nóg fyrir alla bókstafi,
  10. greinarmerki og algengustu einingatákn.
  11. Túlkunarkerfin hafa einnig verið í andstöðu hvert við annað, þ.e. tvö
  12. kerfi geta notað sömu tölu fyrir tvö ólík skriftákn eða notað tvær
  13. mismunandi tölur fyrir sama táknið. Sérhver tölva þarf (sérstaklega
  14. miðlarar) að styðja margs konar túlkanir á stöfum; engu að síður er
  15. alltaf hætta á stafabrenglun þegar gögn fara á milli tölva og á milli
  16. mismunandi túlkunarkerfa.
  17. \endinput