12345678910111213141516171819 |
- % -*- mode: TeX; coding: latin-1; -*-
- % From http://www.unicode.org/standard/translations/icelandic.html
- Tölvur geta í eðli sínu aðeins unnið með tölur. Þær geyma bókstafi og
- önnur skriftákn með því að úthluta þeim tölu. Áður en Unicode kom til
- voru hundruð mismunandi túlkunarkerfa sem úthlutuðu þessum
- tölum. Ekkert eitt túlkunarkerfi gat innihaldið nægilegan fjölda
- skriftákna; t.d. þarfnast Evrópusambandið nokkurra mismunandi kerfa
- til að spanna öll tungumál þess. Jafnvel fyrir eitt tungumál, eins og
- ensku, var eitt túlkunarkerfi ekki nóg fyrir alla bókstafi,
- greinarmerki og algengustu einingatákn.
- Túlkunarkerfin hafa einnig verið í andstöðu hvert við annað, þ.e. tvö
- kerfi geta notað sömu tölu fyrir tvö ólík skriftákn eða notað tvær
- mismunandi tölur fyrir sama táknið. Sérhver tölva þarf (sérstaklega
- miðlarar) að styðja margs konar túlkanir á stöfum; engu að síður er
- alltaf hætta á stafabrenglun þegar gögn fara á milli tölva og á milli
- mismunandi túlkunarkerfa.
- \endinput
|