full_description.txt 4.0 KB

12345678910111213141516171819202122232425262728293031323334353637383940414243444546474849505152535455565758596061
  1. Mastodon er besta leiðin til að fylgjast með hvað sé í gangi. Fylgstu með hverjum sem er í fediverse-heiminum og skoðaðu það allt í tímaröð. Engin algrím, auglýsingar eða smellbeitur á ferðinni.
  2. Þetta er opinbera Android-forritið fyrir Mastodon. Það er eldsnöggt og fjarska fallegt, hannað til að vera bæði öflugt og auðvelt í notkun. Í forritinu okkar geturðu:
  3. KANNAÐ
  4. ■ Uppgötvaðu nýja rithöfunda, blaðamenn, listafólk, ljósmyndara, vísindafólk og fleira
  5. ■ Sjáðu hvað er að gerast í heiminum
  6. LESIÐ
  7. ■ Vertu í sambandi við fólk sem þér er kært á streymi í tímaröð án truflana
  8. ■ Fylgst með myllumerkjum til að fá upplýsingar um tiltekin efni í rauntíma
  9. SKAPAÐ
  10. ■ Birt færslur til fylgjendanna þinna eða alls heimsins, með könnunum, hágæða myndum og myndskeiðum
  11. ■ Tekið þátt í áhugaverðum samræðum við annað fólk
  12. SKIPULAGT
  13. ■ Búið til lista yfir fólk sem þú vilt ekki missa af færslum frá
  14. ■ Síað orð og setningar til að stýra hvað þú sérð og hvað ekki
  15. OG FLEIRA!
  16. ■ Fallegt þema sem aðlagast persónusniðnu litastefi, ljóst eða dökkt
  17. ■ Deildu og skannaðu QR-kóða til að skiptast á Mastodon-notendasniðum við aðra
  18. ■ Skráðu þig inn og skiptu milli margra notendaaðganga
  19. ■ Með bjölluhnappnum geturðu fengið tilkynningar þegar tilteknir aðilar birta færslur
  20. ■ Ekkert sem afvegaleiðir! Þú getur sett færslurnar þínar á bakvið aðvörun vegna efnis
  21. ÖFLUGT KERFI TIL BIRTINGAR
  22. Þú þarft ekki lengur að prófa þig áfram með og friðþægja eitthvert ógagnsætt algrími sem ákvarðar hvort vinir þínir fái að sjá það sem þú birtir. Ef viðkomandi fylgist með þér, mun það sjást.
  23. Ef þú birtir það á opna vefnum, er hægt að skoða það á opna vefnum. Þú ert örugg(ur) við að deila tenglum á Mastodon, vitandi það að hver sem er mun geta lesið þá án þess að skrá sig inn.
  24. Með samræðum, hágæða myndefni, myndskeiðum, hljóðskrám og viðvörunum vegna efnis, býður Mastodon upp á margar leiðir til að tjá þig á þann hátt sem þér hentar.
  25. ÖFLUGT KERFI TIL LESTRAR
  26. Við þurfum ekkert að sýna þér auglýsingar og höfum því enga ástæðu til að halda þér inni í okkar eigin forritum. Mastodon býður upp á mikið úrval forrita frá utanaðkomandi aðilum og samþættingu við önnur kerfi, þannig að þú getir valið það sem þér líkar best.
  27. Þökk sé heimastreymi í tímaröð, þá er auðvelt að sjá þegar þú lýkur við að skoða allar nýjar færslur og getur snúið þér að einhverju öðru.
  28. Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur að einn smellur á rangan stað skemmi orðspor þitt að eilífu. Við eru ekkert að giska á hvað þú viljir sjá, við látum þér eftir að stýra því.
  29. SAMSKIPTAMÁTAR, EKKI KERFI
  30. Mastodon er ekki hefðbundinn samfélagsmiðill, heldur byggist í kringum samskiptamáta sem ekki er með miðlæga stýringu. Þú getur skráð þig á opinbera netþjóninum okkar eða valið utanaðkomandi þjón til að hýsa gögnin þín og hafa umsjón með umhverfinu þínu.
  31. Þökk sé sameiginlegum samskiptamáta, þá skiptir ekki máli hvaða netþjón þú velur; þú átt að eiga hindranalaus samskipti við fólk á öðrum Mastodon-þjónum. En það er meira til: Með einum notandaaðgangi geturðu átt í samskiptum við önnut tengd kerfi sem tilheyra fedi-heiminum.
  32. Ekki ánægð/ur með valið þitt? Þú getur alltaf skipt yfir á annan Mastodon-þjón og tekið fylgjendurna þína með þér. Vanir tölvulæsir notendur geta meira að segja hýst sitt eigið kerfi, enda er Mastodon opinn hugbúnaður.
  33. ÁN HAGNAÐARMARKMIÐA INN AÐ BEINI
  34. Mastodon er skráð sem samtök án hagnaðarmarkmiða í BNA og Þýskalandi. Við höfum engan hvata til að ná peningum út úr kerfinu, heldur liggur áhuginn í því sem er best fyrir kerfið.
  35. EINS OG BIRST HEFUR Í: TIME, Forbes, Wired, The Guardian, CNN, The Verge, TechCrunch, Financial Times, Gizmodo, PCMAG.com og víðar.